Ritun

 Í skólanum átti ég að taka þátt í frjálsri ritun en í frjálsri ritun má maður skrifa um allt sem þér dettur í hug. Ég er búin að gefa út tvö verkefni. Það fyrsta var um uppáhalds fótboltamanninn minn Patrice Evra sem gekk ágætlega en gallinn var að þetta mátti vera í meira samhengi. Annað verkefnið sem ég gaf út var bringlað ljóð en það eru rímur um mjög margt, það gekk vel því ég fann svo bringluð rím. Gallinn við ritun er að það er svo margt til að skrifa um og erfitt að velja á milli allt saman. Á útgáfudegi í ritun þar sem allir gefa verkefnin sín út en þá á maður að lesa hjá öðrum og segja sitt álit. Í heildinni var mjög gaman í ritun

Búlgaría

Í skólanum áttum við í landafræði að fjalla um tvö lönd í evrópu. Búlgaría er seinna land mitt en Portúgal var það fyrra. Ég valdi Búlgaríu því við þurftum að gera eitt land úr Austur-Evrópu og eitt úr Vestur-Evrópu og þetta land var áhugaverðast úr Austur-Evrópu. Það var erfitt að finna upplýsingar um Búlgaríu en enn og aftur komu glærurnar hennar Auðar kennara míns til bjargar! Ég notaði einnig  www.wikipedia.org til að finna smámál. Ég skrifaði fyrst Word skjal um Búlgaríu og lét það síðan inná Movie Maker. Myndirnar fann ég flestar frá www.Flickr.com og eina frá www.google.com.

Portúgal

Í landafræði áttum við að fjalla um tvö lönd í Evrópu. Það fyrsta sem ég valdi mér var Portúgal vegna þess að það eru svo margir góðir fótboltamenn frá Portúgal og ég hef mikinn áhuga á fótbolta. Það var ágætt að vinna um Portúgal því landið er svo allt öðruvísi en Ísland og portúgalska úrvalsdeildin í fótbolta er gjörólík hina ensku deild. Ég fann upplýsingar í kennslubókinni Evrópa álfan okkar og inn á www.Wikipedia.org og sumar upplýsingar komu úr hausnum á mér. Ég skrifaði fyrst Word skjal um Portúgal og henti inn á Power point. Ég fann myndir inná www.Flickr.com og www.google.com.

 

 


Hallgrímur Pétursson, verkefni!

Ég vann verkefnið þannig að ég byrjaði að gera powerpoint glærur um Hallgrím Pétursson og finna myndir af skáldinu sjálfu. Við létum einnig glærurunar inná slideshare.net eða sýna glærurnar opinberlega. Ég lærði einnig heilræðivísurnar og movie maker. Það sem var að hindra mig í þessu verkefni var að finna öðruvísi myndir af sjálfum Hallgrími Péturssyni því þetta voru alltaf sömu myndirnar af gaurnum. Að láta glærurnar inná slideshare.net frekar í verri kantinum, því að tölvan vildi ekki láta glærurnar inná slideshare og þegar hún vildi það komu þrjár glærur inná, ég myndi segja að það gekk ekki vel. Að lokum vil ég segja að við fórum í Hallgrímskirkju og fórum að hlusta á prestinn tala um Hallgrím og fórum að skoða. 

 


Höfundur

Reynir Haraldsson
Reynir Haraldsson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband